Úrvalsvísitala Kauphallar Nasdaq Iceland lækkaði um 1,19% í viðskiptum dagsins og stendur hún nú í 1696,38 stigum eftir rúmlega 1,2 milljarða viðskipti. Er þetta í fyrsta skipti síðan um miðjan mars á þessu ári sem vísitalan fer niður fyrir 1.700 stig.

Gengi bréfa Eimskips lækkaði um 3,82% í 145 milljóna viðskiptum og Regins um 2,4% í 30 milljóna viðskiptum.

Mest velta var í viðskiptum með bréf N1 sem hækkuðu um 1,49% í 393 milljóna króna viðskiptum. Bréf N1 voru þau einu sem hækkuðu í viðskiptum dagsins.

Vísitölur Gamma

Skuldabréfavísitala Gamma lækkaði um 0,07% í 1,1 milljarðs viðskiptum. Þar lækkaði verðtryggði hluti vísitölunnar um 0,05% og sá óverðtryggði um 0,11%.