Gengi hlutabréfa Icelandair Group lækkaði um 1,41% í rúmlega 85 milljóna króna veltu í Kauphöllinni í dag. Gengið liggur nú í 7,01 krónu á hlut og hefur það ekki verið lægra síðan snemma í ágúst.

Á sama tíma lækkaði gengi hlutabréfa Marel um 1,11% í smávægilegum viðskiptum, veltu upp á rétt rúma hálfa milljón króna, í Kauphöllinni.

Á móti hækkaði gengi bréfa færeyska bankanum BankNordik um 0,72% og bréf Haga-samstæðunnar um 0,26%.

Gengislækkun tveggja stærstu félaga sem skráð eru á markað þrýsti Úrvalsvísitölunni niðu um 0,43% og endaði hún í 995,68 stigum. Heildarvelta á hlutabréfamarkaði nam tæpum 200 milljónum króna.