Úrvalsvísitala kauphallarinnar lækkaði um 0,17% í dag og stendur hún nú í 1.689,35 stigum. Fyrir utan smávægilega hækkun í gær hefur hún lækkað undanfarna daga. Nam velta á Aðalmarkaði 1,7 milljörðum króna.

N1 og Hagar hækka mest

Mesta hækkunin var í bréfum N1, eða 0,83% í 76 milljón króna viðskiptum. Fæst hver hlutur í félaginu nú á 73,10 krónur.

Næst mest hækkunin var í bréfum Haga, eða 0,77% í 645 milljón króna viðskiptum. Fæst hver hlutur í félaginu nú á 45,70 krónur.

Bréf í Reitum hækkuðu einnig, í raun langmest hlutfallsega eða um 0,87%, en það var í mjög litlum viðskiptum, sem námu 6,7 milljónum króna.

HB Grandi og Marel lækka mest

Mesta lækkunin var í bréfum HB Granda, eða 1,64%, í 30,5 milljón króna viðskiptum. Fæst hver hlutur í félaginu nú á 30,00 krónur.

Næst mesta lækkunin var í bréfum Marel sem var 0,80%, í 51 milljón króna viðskiptum. Fæst hver hlutur í félaginu nú á 249,50 krónur.

Vísitölur Gamma

Hlutabréfavísitala Gamma lækkaði um 0,2% í dag í 1,7 milljarða viðskiptum.

Skuldabréfavísitala Gamma hækkaði um 0,5% í dag í 12 milljarða viðskiptum. Verðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði um 0,6% í 1,2 milljarða viðskiptum og óverðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði um 0,4% í 10,8 milljarða viðskiptum.