*

þriðjudagur, 19. nóvember 2019
Innlent 27. september 2019 16:50

Úrvalsvísitalan lækkar um 1,57%

Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq á Íslandi lækkaði um 1,57%. Aðeins eitt félag hækkaði í virði.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq á Íslandi lækkaði um 1,57% í heldur rauðum degi í lok vikunnar og stendur vísitalan því í 1936,21 stigi. Heildarvelta dagsins var 2,8 milljarðar króna.

Mest lækkuðu bréf Eik eða um 3,24% og standa þau nú í 7,46 krónum. Næst mest lækkaði Sýn, um 2,95% og standa bréf félagsins nú í 24,65 krónum. En eins og Viðskiptablaðið fjallaði um taldi forstjóri Sýn afkomu 2. ársfjórðungs vonbrigði.

Einungis eitt félag í OMXI10 vísitölunni hækkaði í virði en það voru bréf Brim, áður HB Grandi, sem hækkuðu um 3,37% í 112 milljón króna viðskiptum og stendur hvert bréf í 36,8 krónum. Vert er að taka fram að verð olíu hefur lækkað allnokkuð undanfarið.

Íslenska krónan styrktist  gagnvart öllum sínum helstu gjaldmiðlum. Mest hækkaði hún gagnvart sænsku krónunni um 1,39%. En einnig gegn evrunni um 0,81% og Bandaríkjadalinum um 1%.

Stikkorð: Eik Kauphöllin Íslenska krónan Sýn OMXI10