Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland lækkaði um 1,09% í viðskiptum dagsins í dag og endaði í 1.745,89 stigum. Frá áramótum hefur vísitalan lækkað um 7,15%.

Gengi bréfa Regins hækkaði um 2,44%, VÍS um 2,35% og Sjóvár um 1,75%. Hins vegar lækkaði gengi Icelandair um 2,21%, N1 um 1,77% og Eimskips um 1,76%. Marel lækkaði svo um 1,28%.

Velta á hlutabréfamarkaði nam í dag 2,8 milljörðum króna og var veltan mest með bréf Haga, eða 756,1 milljón króna. Í dag var greint frá því að Stapi lífeyrissjóður hefði aukið hlut sinn í Högum um fimm milljónir hluta.