Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq lækkaði í dag um 0,2% í viðskiptum dagsins. Heildarvelta á mörkuðum nam rúmum 3 milljörðum. Úrvalsvísitalan stendur nú í 1.704,08 stigum.

Mest hækkun var á gengi bréfa Regins en þau hækkuðu um 1,19% í 608 milljón króna viðskiptum. Það var einnig mest velta með bréf í Regni. Næst mest hækkun var á gengi bréfa í Reitum fasteignafélagi, en þau hækkuðu um 0,98% í 196 milljón króna viðskiptum.

Mest lækkun var á gengi bréfa í TM en þau lækkuðu um 0,93% í 54 milljón króna viðskiptum. Gengi bréfa í Icelandair og Marel lækkuðu, um 0,83% og 0,62%.

Vísitölur GAMMA

Markaðsvísitala GAMMA lækkaði lítillega í dag í 2,7 milljarða viðskiptum. Hlutabréfavísitala GAMMA  stóð í stað í dag í 1,8 milljarða viðskiptum. Skuldabréfavísitala GAMMA stóð í stað í dag í 0,6 milljarða viðskiptum. Verðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði lítillega í 0,1 milljarða viðskiptum og óverðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði lítillega í 0,5 milljarða viðskiptum. Vísitala fyrirtækjaskuldabréfa lækkaði um 0,1% í dag í 0,3 milljarða viðskiptum.