Úrvalsvísitalan ICEX-15 lækkaði um 0,65% í dag og var í lok dags 5.314,72 stig. Alls námu viðskipti með hlutabréf í Kauphöllinni rúmum 1,8 milljarði króna í 310 viðskiptum. Í heild námu viðskipti með skuldabréf tæpum 9,4 milljörðum.

Mest voru viðskipti með bréf FL Group eða 353 milljónir króna og lækkaði gengið um 1,7%. Þá voru viðskipti með bréfa Landsbankans 217 milljónir og lækkuðu bréfin um 1,22%. Mest var hækkuðu bréf Tryggingamiðstöðvarinnar eða um 3,24% en þar að baki eru lítil viðskipti eða fyrir tæpar 9 milljónir króna. Mest lækkuðu hins vegar bréf Össurar eða um 2,12% í 130 milljón króna viðskiptum.

Mesta hækkun

TM +3,24
ATOR +1,85
FO-ATLA +1,35
MARL +0,15
MOSAIC +0,00

Mesta lækkun

OSSR -2,12
FLAGA -1,80
FL -1,69
STRB -1,27
LAIS -1,22