Úrvalsvísitala Kauphallar Íslands lækkaði um 1,38% í viðskiptum dagsins. Þau félög í vísitölunni sem lækkuðu mest voru Bakkavör sem lækkaði um 2,2% og KB banki sem lækkaði um 2,0%. Einu félögin sem hækkuðu í viðskiptum dagsins voru FL Group og Marel, sem bæði hækkuðu um 0,4%, og Kögun sem hækkaði um 0,2% að því er segir í Hálffimm fréttum KB banka.

Vísitalan í lok dags nam 3932,67 stigum en hæsta lokagildi hennar það sem af er ári er 4.045,03 stig, þann 7. apríl, og nemur lækkunin frá því gildi 2,78% og hefur vísitalan lækkað síðustu þrjá viðskiptadaga.