Hlutabréf lækkuðu í Kauphöllinni í dag, annan daginn í röð. Úrvalsvísitalan lækkaði um 1,8% í viðskiptum upp á 5 milljarða króna. Mest viðskipti voru með hlutabréfa Kaupþings, 1.855 m.kr. og lækkuðu bréf bankans um 1,8%. Mesta lækkun dagsins var hlutabréfum Bakkavarar sem lækkuðu um 3% í um 1.700 m.kr. viðskiptum. Þar á eftir komu Burðaráss sem lækkaði um 2,6% og Íslandsbanki um 2%.

Einungis hlutabréf í Atlantic Petroleum hækkuðu í dag, um 0,6% í 6 m.kr. viðskiptum. "Ekki verður séð að neinar sérstakar fréttir valdi lækkununum í dag, en hugsanlegt er að fjárfestar vilji minnka stöðu sína í hlutabréfum vegna væntinga um vaxtahækkanir Seðlabankans," segir í Hálffimm fréttum KB banka.