Úrvalsvísitalan [ OMXI15 ] lækkaði strax við opnum markaða í Kauphöllinni í morgun og hefur nú lækkað um 1,8%.

Aðeins tvö fyrirtæki hefur hækkað en Eik banki [ FO-EIK ] hefur hækkað um 4% og Atlantic Airways [ FO-AIR ] hefur hækkað um 0,2%.

Spron [ SPRON ] hefur lækkað mest fyrirtækja eða um 2,5%. Þá hefur Glitnir [ GLB ] lækkað um 2,2% og Exista [ EXISTA ] um 2,1%.

Velta með hlutabréf er tæplega 470 milljónir.