Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,8% frá því að opnað var fyrir viðskipti í Kauphöllinni kl. 10 í morgun og stendur nú í 4.864 stigum.

Aðeins tvö félög hafa hækkað, Alfesca hefur hækkað um 1,2% og Atlantic Airways um 0,2%.

Exista hefur lækkað mest félaga eða um 2,9%. Þá hefur Bakkavör lækkað um 2,2% og Straumur um 1,7%.

Velta með hlutabréf er tæplega 1,3 milljarður króna og þar af eru um 510 milljónir með bréf í Landsbankanum.