Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 1,1% frá opnun markaðar í morgun, samkvæmt upplýsingum frá Kauphöll Íslands.

Sérfræðingar benda á að hækkun vísitölu neysluverðs hafi verið yfir spám greiningaraðila og að hún hafi áhrif til lækkuknar á hlutabréfamarkaði, sem er óvenjulega næmur fyrir neikvæðum fréttum.

Hagstofan greindi frá því í dag að verðbólga hefur hækkað um 5,5% síðustu tólf mánuði og hækkaði um 1,14% á milli mánaða.

Landsbankinn hefur lækkað um 2,09%, Marel um 1,08%, Dagsbrún um 1,5%, Kaupþing banki um 1,78%, FL Group um 0,47% og Glitnir um 0,58%.