Úrvalsvístalan hefur lækkað um 0,8% í morgun og stendur í 4.770 stigum og þarf að fara allar götur aftur til miðs nóvember 2005 til þess að finna jafnlágt gildi úrvalsvísitölunnar.

Mest lækkun í dag hefur verið á gengi bréfa SPRON eða 5% og var gengi bréfa félagsins komið niður fyrir fimm krónur á hlutinn.

Þá hefur íslenska krónan einnig veikst hressilega það sem af er degi eða um ein 2,4% og stendur gengisvísitalan í 136,8 stigum. Evran kostar nú hartnær 105 krónur.