Úrvalsvísitalan [ OMXI15 ] hefur lækkað um 0,9% það sem af er degi og stendur nú í 5.251 stigi.

Aðeins þrjú félög hafa hækkað. Century Aluminum [ CENX ] hefur hækkað um 5,7%, Össur [ OSSR ] um 1,6% og Föroya Banki [ FO-BANK ] um 0,7%.

Þá hefur Grandi lækkað mest fyrirtækja eða um 16,7%. Bakkavör [ BAKK ] hefur lækkað um 4,3% og Icelandair Group [ ICEAIR ] um 3,9%.

Lítil velta er á bakvið mikla lækkun Granda en velta með bréf í félaginu er um 4,2 milljónir.

Velta með hlutabréf er um 1,9 milljarður en þar af erum um 1,2 milljarðar með bréf í Kaupþing [ KAUP ].