Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 1,75% í morgun og segja sérfræðingar að breytingar matsfyrirtækisins Standard & Poor's á lánshæfishorfum ríkissjóðs í neikvæðar úr stöðugum hafi ýtt undir lækkunina í morgun.

Fjármálafyrirtæki leiða lækkunina og hefur gengi bréfa Kaupþings banka lækkað um 2,8%, Landsbanki Íslands lækkar um 2,2%, FL Group um 1,5% og Glitnir lækkar um 1,1%.