Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 2,05% og er 7.261 stig en markaðurinn hefur verið opinn í 40 mínútur, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis.

Veltan nemur 5.341 milljónum króna. Í gær lækkaði Úrvalsvísitalan um 2,53% en hlutbréf í Evrópu lækkuðu í kjölfar mikilla lækkana í Kína.

Eimskip hefur lækkað um 7,32% en í gær hækkaði félagið um 1,83%. FL Group hefur lækkað um 3,29%, Glitnir hefur lækkað um 2,55%, Straumur-Burðarás hefur lækkað um 2,44% og Landsbankinn hefur lækkað um 2,18%.

Gengi krónu hefur veikst um 1,08% og er 121,3 stig.

Ekkert félag hefur hækkað.