Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 3,2% og er 4.141 stig skömmu eftir opnun markaðar. Gengi krónu hefur veikst um 3,1% og er 185,4 stig, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis.

Seðlabanki Íslands hefur ákveðið að leggja til nýtt hlutafé inn í Glitni, sem nemur 85 milljörðum króna á núverandi gengi og eignast þar með 75% í bankanum.

Straumur hefur lækkað um 7,3%, Exista hefur fallið um 7,%, Landsbankinn um 4,8%, Bakkavör um 4,4% og Kaupþing um 3,2%.