Nú þegar tæplega tvær klukkustundir eru í lokun Kauphallarinnar hefur Úrvalsvísitalan [ OMXI15 ] lækkað um 6,03% og stendur í 4.377 stigum.

Þá hefur Spron [ SPRON ] lækkað um 14%, FL Group [ FL ] um tæp 13% og Exista [ EXISTA ] um 12%.

Century Aluminum [ CENX ] hefur hækkað um 1,3% og Atorka [ ATOR ] um 0,3% en þegar þetta er skrifað, kl. 14:30 er þetta einu félögin sem hafa hækkað.

Velta með hlutabréf er um 7,3 milljarðar.

Gengisvísitalan hefur hækkað um 4% og stendur í 161,8 stigum.