Úrvalsvísitalan [ OMXI15 ] hefur lækkað um 0,15% það sem af er dags eftir að hafa hækkað örlítið við opnun markaða kl. 10 í morgun og stendur nú, kl. 10.45 í 4.894 stigum.

Aðeins þrjú félög hafa hækkað í morgun. Atlantic Patrolium [ FO-ATLA ] hefur hækkað um1,4% en Össur [ OSSR ] og Landsbankinn [ LAIS ] um 0,4%.

Þá hefur Eik banki [ FO-EIK ] lækkað mest félaga eða um 3,3%, Exista [ EXISTA ] hefur lækkað um 1,5% og Bakkavör [ BAKK ] um 0,9%.

Velta með hlutabréf er um 1,1 milljarður.