Gengi hlutabréfa stoðtækjafyrirtækisins Össurar hefur hækkað um 5% í dag og stendur gengi bréfa fyrirtækisins nú í 210 krónum á hlut. Þá hefur gengi bréfa Haga hækkað um 1,07% en bréf Marel lækkað um 0,34%.

Gengishækkun Össurar og Haga ýtti Úrvalsvísitölunni upp um 1,3% það sem af er dags og stendur hún nú í 1.042,66 stigum. Ekki eru umfangsmikil velta á bak við viðskipti dagsins, í heildina tæpar 31,5 milljónir króna.

Úrvalsvísitalan, sem samanstendur af sex veltumestu skráðu hlutafélögum á markaði, tók gildi á Nýársdag árið 2009. Upphafsgildi hennar á sínum tíma var 1.000 stig. Vísitalan stendur nú nálægt sínu hæsta gildi. Því náði vísitalan 2. apríl síðastliðinn þegar hún fór í 1.043,52 stig innan viðskiptadagsins, samkvæmt upplýsingum frá Kauphöllinni.