Engu er líkara en að föstudagsfiðringur ríki á hlutabréfamarkaði. Gengi flesta fyrirtækja sem þar eru skráð hefur hækkað hressilega og hefur það þrýst Úrvalsvísitölunni í rúm 1.092 stig. Hún hefur aldrei verið hærri en til viðmiðunar var upphafsgengi hennar 909 stig við upphaf árs.

Þessu samkvæmt hefur hún hækkað um 20% frá áramótum.

Gengi Marel hefur hækkað um 2,88% það sem af er dags, Össurar um 1,9%, bréf Icelandair Group hafa farið upp um 1,44% og Haga um 0,53%.

Aðeins gengi bréfa færeyska olíuleitarfélagsins Atlantic Petroleum hefur lækkað um 0,89%.