Októbermánuður fór ágætlega af stað í Kauphöllinni, en velta í dag nam tæpum 7,3 milljörðum króna. Þar af var 1,4 ma.kr. velta með hlutabréf og 5,9 ma.kr. velta með skuldabréf.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,86% og mælist nú 1.694,74. Aðalvísitala skuldabréfa stóð nánast í stað, eða nánar tiltekið hækkaði hún um 0,01%.

Mesta hækkunin á hlutabréfamarkaði var hjá Marel, eða 1,18%. Þar á eftir komu Icelandair með 1,17%, Hagar með 0,83%, Eimskip með 0,81%, Reitir með 0,67% og VÍS með 0,23%.

Mest var lækkunin hjá Reginn, eða 1,71%. Eik lækkaði um 1,35%, Össur um 1,11%, Vodafone um 0,27% og N1 um 0,23%.