Úrvalsvísitalan hefur fallið um meira en 1,5% frá opnun Kauphallarinnar í morgun og því útlit fyrir að vísitalan lækki sjötta viðskiptadaginn í röð. Meira en helmingur félaga á aðalmarkaði Kauphallarinnar hafa lækkað það sem af er degi.

Eimskip leiðir lækkanir en flutningafélagið hefur lækkað um 2,9% í 150 milljóna króna viðskiptum. Gengi Eimskips stendur í 500 krónum þegar fréttin er skrifuð. Reitir fylgja þar á eftir í 2,2% lækkun.

Þá er hlutabréfaverð Marels komið undir 500 krónur eftir meira en eitt prósent lækkun. Hlutabréf bankanna þriggja í Kauphöllinni hefur einnig lækkað í dag.

Sjá einnig: Hækka vexti um 0,75 prósentur

Lækkanir í Kauphöllinni kunna m.a. að skýrast af lækkunum á mörkuðm vestanhafs eftir 0,75 prósentu stýrivaxtahækkun Seðlabanka Bandaríkjanna í gær. Helstu hlutabréfavístölur Bandaríkjanna lækkuðu um 1,7% í gær.