Gengi hlutabréf Marel hækkaði um 2,88% í 433 milljóna króna veltu í Kauphöllinni í dag. Þetta var megnið af heildarveltu á hlutabréfamarkaði sem nam 631,6 milljónum króna.

Á sama tíma hækkaði gengi bréfa fasteignafélagsins Regins um 1,45%, Icelandair Group um 0,74% og Haga um 0,55%.

Gengi hlutabréfa stoðtækjafyrirtækisins Össurar féll hins vegar um 2,48%.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,57% og endaði hún í 1.001,46 stigum. Vísitalan fór yfir 1.000 stigin í fyrsta sinn á árinu um miðjan mars en féll undir þau á ný um síðustu mánaðamót.