Úrvalsvísitalan er slétt fimm þúsund stig þegar þetta er ritað og hefur hækkað um 3,2% það sem af er degi. Í gær hækkaði Úrvalsvísitalan um 6,2%, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis.

Skipti hefur hækkað um 9% og er gengið 6,54 krónur á hlut en yfirtökutilboð Exista [ EXISTA ] hljóðar upp á 6,64, Kaupþing [ KAUP ] hefur hækkað um 5,7%, Century Aluminium [ CENX ] hefur hækkað um 4,3%, Exista [ EXISTA ] hefur hækkað um 3,3% og Össur [ OSSR ] hefur hækkað um 3,2%.

Eimskipafélagið [ HFEIM ] hefur lækkað um 3,6%, Eik banki [ FO-EIK ] hefur lækkað um 1,9%, Teymi [ TEYMI ] hefur lækkað um 1,4% og Atlantic Petroeum [ FO-ATLA ] hefur lækkað um 1,4%.

Gengi krónu hefur veikst um 0,6% og er 152,6 stig.