Úrvalsvísitalan stóð nánast í stað í dag eftir lækkun framan af viku. Velta á hlutabréfamarkaði nam 7,2 milljörðum króna og vísitalan endaði í 6.217 stigum. Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 3% frá áramótum.

Atlantic Petroleum [ FO-ATLA ] hækkaði mest, um 2,9%, Bakkavör [ BAKK ] um 1,3% og Kaupþing [ KAUP ] um 1,1%. Spron [ SPRON ] lækkaði mest, um 7,9%, Flaga [ FLAGA ] lækkaði um 7,1% og Exista [ EXISTA ] um 6,5%.