Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland stóð í stað  í viðskiptum dagsins og stendur hún  í 1819,5 stigum eftir rúmlega 1,8 milljarða viðskipti.

Mest hækkaði gengi bréfa Össur sem hækkaði um 3,45% í 14,5 milljóna viðskiptum, þar á eftir hækkaði gengi bréfa N1 sem hækkaði um 1,8% í 174 milljóna viðskiptum.

Gengi bréfa Haga lækkaði um 1,52% í 204 milljóna króna viðskiptum og HB Granda um 1,37% í 14,8 milljóna viðskiptum.

Mest velta var í viðskiptum með bréf Reita fasteignafélags sem hækkuðu um 0,97% í 349 milljóna króna viðskiptum.

Vísitölur Gamma

Skuldabréfavísitala Gamma hækkaði um 0,1% í 8,3 milljarða viðskiptum. Lækkaði verðtryggði hluti vísitölunnar um 0,07% meðan sá óverðtryggði hækkaði um 0,38%.