Gengi hlutabréfa fasteignafélagsins Regins hækkaði um 1,43% í rúmlega 125 milljóna króna viðskiptum í Kauphöllinni. Félagið skilaði uppgjöri í dag fyrir fyrstu sex mánuði ársins og kom þar fram að hagnaður Regins á tímabilinu nam tæpum einum milljarði króna.

Á sama tíma hækkaði gengi hlutabréfa Icelandair Group um 0,42% í tæplega einnar miljóna króna veltu.

Gengi bréfa Marel lækkaði hins vegar um 1,77% og endaði gengið í 138,5 krónum á hlut í dag. Gengi hlutabréfanna hefur lækkað um 14% síðan það fór hæst í 161 krónu á hlut í maí.

Gengislækkun Marel dró Úrvalsvísitöluna niður um 0,61% og endaði vísitalan í 994,37 stigum. Hún er nú komin á svipaðar slóðir og í mars síðastliðnum.