Við fall Straums í morgun hefur Úrvalsvísitalan (OMXI6) lækkað um 25,8% en Straumur vegur um 20,4% af vísitölunni. Aðeins Marel og Össur vega meira.

OMXI6 vísitalan, sem leysir gömlu OMXI15 Úrvalsvísitöluna af hólmi, var sett á laggirnar um áramót og þá sett í 1.000 stig.

Við lok markaða á föstudag stóð vísitalan í 807,5 stigum en þegar þetta er skrifað, kl. 14.30 stendur vísitalan hins vegar í 599 stigum.

Vísitalan hefur þannig lækkað um 41% frá áramótum.

Eins og sjá má á myndinni hér að ofan hefur vísitalan lækkað jafnt og þétt frá því að hún var sett á laggirnar að undanskilinni smá hækkun um miðjan febrúar. Vísitalan hefur þó aldrei farið yfir 1.000 stig.

Fyrir daginn í dag hafði Úrvalsvísitalan lægst farið í 797 stig þann 25. febrúar s.l. Við lok markaða s.l. föstudag

Vísitalan er samansett af sex félögum (hlutfall innan sviga): Össur (26,04%), Marel (23,89%), Straumur (20,36%), Alfesca 17,42%), Icelandair Group (7,04%) og Bakkavör (5,21%).