*

þriðjudagur, 23. júlí 2019
Innlent 5. júní 2012 16:55

Úrvalsvísitalan þokast upp á við

Vikan hefur byrjað rólega í Kauphöllinni. Tæplega hundrað þúsund króna velta skilaði 1% hækkun á gengi bréfa Icelandair Group.

Ritstjórn
Birgir Ísl. Gunnarsson

Gengi hlutabréfa Icelandair Group hækkaði um 1,08% í Kauphöllinni í fremur litlum viðskiptum í dag, tæpum 100 þúsund krónum. Til samanburðar hækkaði gengi bréfa Marel um 0,65% í 47 milljóna króna viðskiptum. Þá hækkaði gengi bréfa Haga um 0,27%

Einu bréfin sem lækkuðu í verði í dag voru hlutabréf stoðtækjafyrirtækisins Össurar. Gengi bréfanna lækkaði um 0,95%.

Heildarveltan á hlutabréfamarkaði hér nam 65 milljónum króna. Vísitalan hækkaði um 0,07% og endaði í 1.066,7 stigum.