Úrvalsvísitalan [ OMXI15 ] er nú 4.353 stig samkvæmt Markaðsvakt Mentis og hefur hún ekki verið lægri í tæp þrjú ár eða frá 2. ágúst 2008, þegar lokagildi hennar var 4.387,8 stig.

Á myndinni hér til hliðar má sjá þróun úrvalsvísitölunnar s.l. 3 ára eða frá 30. júní 2005 samkvæmt gögnum frá Markaðsvakt Mentis.

Eins og fyrr segir var lokagildi úrvalsvísitalan 4.387,8 stig við lok markaða þann 2. ágúst 2005. Næsta viðskiptadag áður, þann 29. júlí var lokagildi hennar 4.307 stig.

Úrvalsvísitalan fór hækkandi með haustinu 2005 eða allt fram í febrúar 2006 en þann 15. febrúar náði hún 6.925 stigum.

Í kjölfarið tók við niðursveifla fram á sumar en í þeirri sveiflu fór hún lægst þann 27. júlí 2006 eða í 5.259 stig.

Eftir það lá leiðin upp á við og hækkaði úrvalsvísitalan nánast stanslaust þangað til hún náði hámarki þann 18. júlí síðastliðinn eða 9.017 stigum.

Líkt og myndin sýnir hefur leiðin legið að mestu niður eftir það.

Úrvalsvísitalan hefur það sem af er degi í dag lækkað um 1,5.