Gengi hlutabréfa Haga lækkaði um 0,55% í 10,6 milljóna króna viðskiptum í Kauphöllinni í dag og gengi bréfa Icelandair Group fór niður um0,14% í tæplega 70 milljóna króna viðskiptum.

Á sama tíma hækkaði gengi bréfa stoðtækjafyrirtækisins Össurar um 0,5% og fasteignafélagsins Regins um 0,24%.

Gengisþróun á hlutabréfamarkaði hífði Úrvalsvísitöluna upp yfir 1.000 stiga markið á ný síðdegis en vísitalan hafði farið undir það fyrstu viðskiptum dagsins. Úrvalsvísitalan lækkaði engu að síður lítillega, um 0,06%, og endaði hún í 1.003 stigum.