Gengi hlutabréfa fasteignafélagsins Regins hækkaði um 2,75% í rúmlega 107 milljóna króna viðskiptum í Kauphöllinni í dag. Gengi bréfa félagsins stendur nú i 9,35 krónum á hlut og hefur aldrei verið hærra síðan bréf félagsins voru skráð á hlutabréfamarkað í sumar.

Á sama tíma einkenndi hækkun markaðinn.

Gengi bréfa Marel hækkaði um 1,82%, bréf Haga fór upp um 1,39%, færeyska bankans BankNordik hækkaði um 0,79% og Icelandair Group fór upp um 0,29%.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,11% og endaði hún í 1.005,78 stigum. Vísitalan fór undir 1.000 stigin fyrir síðustu mánaðamót og fór ekki upp fyrir það fyrr en í dag. Heildarvelta á hlutabréfamarkaði nam 411 milljónum króna. Þetta er í hærri kantinum í vikunni.