Mikið líf var í kauphöllinni í dag en veltan á hlutabréfamarkaðnum nam 5,5 milljörðum króna. Úrvalsvísitalan OMXI10 hækkaði um 0,4% í dag og fór upp fyrir 3.000 stig í fyrsta sinn. Úrvalsvísitalan hefur því hækkað um 90% á innan við ári en hún fór lægst í 1.583 stig í lok mars á síðasta ári.

TM hækkaði mest allra félaga eða um 2,2% í 87 milljóna króna viðskiptum en tryggingafélagið birti afkomutilkynningu eftir lokun markaða í gær.

Icelandair lækkaði mest eða um 2,6% í 130 milljóna króna viðskiptum og stóð gengið í 1,53 krónum á hlut við lokun Kauphallarinnar.

Mesta veltan var með bréf Arion banka sem lækkuðu um 1,6% í 1,3 milljarða króna viðskiptum. Næst mesta veltan var með bréf Iceland Seafood sem hækkuðu um 1,2% í 635 milljóna veltu.