Úrvalsvísitalan fór í fyrsta skipti yfir 4000 stig nú upp úr hádeginu. Nú síðast var hún 4021 stig og hafði hækkað um 0,92% það sem af er degi. Þar af hefur Síminn hækkað mest eða um 9%, Landsbankinn hefur hækkað um 3,97%, Straumur fjárfestingabanki um 1,92%. Tryggingamiðstöðin hafði hins vegar lækkað mest eða um 1,74.