Forráðamenn bandaríska flugfélagsins U.S Airways tilkynntu í gær að þeir hefðu lokið við að endurfjármagna skuldir félagsins um það sem nemur 1,6 milljarði Bandaríkjadala. Citigroup Global Markets og Morgan Stanley Seniour fjármagna lánið en flugfélagið þarf að borga tveggja punkta álag ofan á Líbor. Vextirnir kunna að lækka á lánstímanum.