Þúsundir starfsmanna orkufyrirtækja mótmæltu fyrirhugaðri einkavæðingu fyrirtækisins Gaz de France (GDF) í París í gær, segir í frétt Dow Jones

Einkavæðingin bíður nú samþykkis franska þingsins, en talið er að tillagan verði samþykkt og geti því orðið að samruna við orkufyrirtækið Suez, en við það yrði til stærsta orkufyrirtæki Evrópu. Um 17% starfsmanna GDF og systurfyrirtækis þess, Electricite de France eru nú í verkfalli og er það stutt af helstu verkalýðsfélögum Frakklands.