Föst bú­seta í ein­stök­um byggðarlög­um á lands­byggðinni gæti veikst tals­vert inn­an 20 ára. Um þetta er fjallað í Morgunblaðinu í dag.

Í viðtali blaðsins við Víf­il Karls­son­ hag­fræðing kemur fram að bæj­ar­fé­lög­in Ak­ur­eyri, Ísa­fjörður, Stykk­is­hólm­ur, Borg­ar­nes, Drangs­nes og Siglu­fjörður eru á meðal þeirra bæj­ar­fé­laga, þar sem hætt er við hækk­andi hús­næðis­verði

Seg­ir Víf­ill vís­bend­ing­ar vera um að ut­an­bæjar­fólk óski þess nú, í meira mæli en áður, að eign­ast frí­stunda­hús í þétt­býli á lands­byggðinni. Þetta hafi áhrif á hús­næðis­verð í bæj­ar­fé­lög­un­um sem leiði til þess að það hæg­ist á end­ur­nýj­un íbúa á vinnu­markaði, þar sem víða fá­ist ekki góð lán til ný­bygg­inga utan höfuðborg­ar­svæðis­ins.

Í viðtalinu tekur Vífill dæmi um Stykkishólm en Stykkishólmur er með einna hæst húsnæðisverð á landsbyggðinni og eiga ungar fjölskyldur því erfitt með að fóta sig á fasteignamarkaði þar vegna samkeppninnar. Eftirspurnin í Stykkishólmi endurspeglast í fjölda fasteigna sem ekki eru í eigu þeirra sem þar búa. þar eru um 70 eignir í eigu utanbæjarfólks, eða 25%.