Utanþingsviðskipti með bréf Kaupþings námu 40,3 milljörðum króna í morgun, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis, öll á genginu 867.

Stærstu einstöku viðskiptin námu 20 milljörðum króna, næststærstu námu 6,4 milljörðum króna og svo fyrir fjóra milljarða króna.

Ef litið er til hlutahafaskrá, er Exista stærsti eigandinn með 23,02% hlut, markaðsvirði hlutarins er 150 milljarðar króna, samkvæmt útreikningum M5.

Egla Invest á 9,88% hlut, að markaðsvirði 64,3 milljarðar króna.

Arion verðbréfavarsla fyrir sænsk verðbréf heldur um 9,78% hlut, 63,6 milljarðar að markaðsvirði.

Arion safnreikningur heldur um 6,84% hlut, 44,5 milljarðar að markaðsvirði og Gnúpur fjárfestingafélag á 3,5% hlut, 26 milljarðar að markaðsvirði. Gnúpur og tengd félög eiga samtals 5,19% hlut, samkvæmt því sem fram kom í Viðskiptablaðinu síðasta föstudag.

Þrír stærstu eigendurnir þar á eftir á hlutahafalistainum eru lífeyrissjóðir.