Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra gekkst undir aðgerð á Mount Sinai sjúkrahúsinu í New York í gær.

Aðgerðin var gerð vegna veikinda sem upp komu fyrir réttri viku og rekja má til meins í fjórða heilavökvahólfi.

Þetta kemur fram á vef Utanríkisráðneytisins en þar segir kemur fram að ráðherra heilsast vel að lokinni aðgerð.

Ákvörðun um að aðgerðin yrði gerð í dag þar ytra, var tekin í kjölfar rannsókna sl. föstudag og að höfðu samráði sérfræðinga á Landspítalanum og lækna á Mount Sinai sjúkrahúsinu.

Enn liggur ekki fyrir hversu lengi utanríkisráðherra verður frá vinnu vegna veikindanna