Utanríkisráðherra, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, mun í Davos um helgina rita undir fríverslunarsamning EFTA-ríkjanna við Kanada ásamt utanríkisráðherrum annarra EFTA-landa og viðskiptaráðherra Kanada. Þetta verður jafnframt sextándi fríverslunarsamningur EFTA.

Samningurinn mun meðal annars opna fyrir tolfrjáls viðskipti Íslendinga með landbúnaðarvörur og iðnaðarvörur.