Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra sækir vorfund þróunarnefndar Alþjóðabankans í Washington um helgina en einnig verður hún á ráðherrafundi bankans um loftslagsmál.

Í sömu ferð hittir hún Condoleezzu Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, þar sem fyrirhugað er að ræða meðal annars öryggis- og varnarmál, málefni norðurslóða og aðkomu kvenna að friðarferlum. Ísland situr í þróunarnefnd Alþjóðabankans fyrir hönd Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna.