Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, hefur skipað Einar Gunnarsson ráðuneytisstjóra í utanríkisráðuneytinu frá 1. október nk.

Benedikt Jónsson, sem verið hefur ráðuneytisstjóri, verður sendiherra í London frá sama tíma.

Þetta kemur fram á vef utanríkisráðuneytisins.

Þar kemur fram að Einar hefur undanfarin ár gegnt ábyrgðarstöðum í utanríkisþjónustunni, á aðalskrifstofu og sendiskrifstofunum í Brussel og Genf. Var Einar m.a starfsmannastjóri og síðast skrifstofustjóri yfir viðskiptasamningum.

Benedikt á að baki víðtæka reynslu í utanríkisþjónustunni en áður en hann tók við embætti ráðuneytisstjóra var hann m.a. sendiherra Íslands í Moskvu og fastafulltrúi og sendiherra hjá alþjóðastofnunum í Genf.

Sjá nánar á vef utanríkisráðuneytisins.