Útboð vegna olíuleitar á Drekasvæðinu er hafið. Iðnaðarráðherra Össur Skarphéðinsson opnaði af því tilefni í hádeginu vefsíðu vegna olíuleitar á Drekasvæði. Þar með markast upphaf fyrsta útboðs vegna leyfa til rannsókna og vinnslu kolvetna á landgrunni Íslands.

Á vefsíðunni er að finna gögn er varða útboð rannsóknarleyfa til olíuleitar hér við land. Umsjón með útboðinu og þeim sérleyfum sem af því kunna að leiða er í höndum Orkustofnunar, en útboðstímabilið varir til 15. maí 2009.