Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, kynnti á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun frumvarp þar sem lögð er til heimild ríkissjóðs til að bjóða út smíði nýrrar Vestmannaeyjaferju. Elliði Vignisson bæjarstjóri í Vestmannaeyjum vill að málið verði klárað í vikunni og að smíðin verði boðin út í næstu viku. Þetta kemur fram á vef ruv.is í dag.

Í ríkisfjármálaáætlun fyrir árin 2017 til 2021, sem kynnt var á dögunum, er gert ráð fyrir að kostnaður ríkissjóðs við smíði ferjunnar og botndælubúnaðar fyrir hana nemi í kringum sex milljörðum.

Til stóð að bjóða verkið út á fyrri hluta ársins 2015 en ekkert varð af þeim áformum. Nýja ferjan, sem er hönnuð til að flytja 40% fleiri bíla, verður að öllum líkindum tvö ár í smíði.