Áhugi erlendra fjárfesta á hlutabréfaútboði Kaupþings banka er ánægju efni en kemur greiningardeild Glitnis ekki á óvart. Tilkynnt var í dag um að hlutfjárútboði bankans til erlendra fjárfesta væri lokið.

Kaupþing banki gefur út 66 milljón nýja hluti og selur á 750 krónur á hlut, sem er um 49,5 milljarða króna að markaðverði.

?Mikill vöxtur einkennir rekstur bankans, arðsemi er há og stjórnendur hafa farsæla rekstrarsögu að baki og eru framsæknir. Útboðsverðið 750 krónur á hlut er því gjafaverð að mati Greiningar.

Verðið er 10% undir síðasta viðskiptaverði í Kauphöll Íslands og 23% undir verðmati Greiningar á bankanum. Engu að síður er eðlilegt að bankinn bjóði erlendum fjárfestum hagstæð kjör í útboði sem þessu enda verið að nema nýtt land og mikið veltur þessi fjármögnunarleið sé bankanum opin til frambúðar,? segir greiningardeildin.