Að ofan má sjá gamalkunna bólubungu, en þar gefur að líta útbreiðslu dagblaða á hverja 1.000 íbúa landsins, skipt eftir því hvernig dreifingunni er háttað, seld blöð og fríblöð.

Þegar á síðasta áratug liðinnar aldar var farið að draga úr útbreiðslu dagblaða eftir því sem dauðastríð gömlu flokksblaðanna ágerðist. Þegar fríblaðið Fréttablaðið kom til sögunnar minnkaði hún enn örar.

Útbreiðsla fríblaða hefur vissulega minnkað eftir hrun, en á síðasta ári var hún þó helmingi meiri en útbreiðsla seldra blaða.
Samanlögð er útbreiðslan afar svipuð því og gerðist fyrir 20 árum, um 400 blöð á hvert þúsund Íslendinga. Munurinn er sá að nú er aðeins um þriðjungur sem velur sér blaðið sitt, hinir fá það bara inn um lúguna.