Útbreiðsla dagblaða í Bandaríkjunum minnkaði um 5% á tímabilinu apríl til september miðað við sama tíma í fyrra.  Hefur heldur dregið úr minnkandi útbreiðslu, en útbreiðsla minnkaði um 8,7% á tímabilinu október til mars samanborið við árið á undan.

Kemur þetta fram á í skýrslu samtaka útgefenda, auglýsenda og auglýsinga stofa, ABC (e. Audit Bureau of Circulations).