*

fimmtudagur, 21. október 2021
Innlent 23. febrúar 2016 20:07

Útflutningsbann hefst í Straumsvík á miðnætti

Félagsdómur dæmdi rétt í þessu í vinnustöðvunarmáli Verka­lýðsfé­lags­ins Hlíf­ar og Rio Tinto Alcan.

Ritstjórn
Birgir Ísl. Gunnarsson

Félagsdómur hefur komist að þeirri niðurstöðu að boðun fé­lags­manna Verka­lýðsfé­lags­ins Hlíf­ar á útflutningsbanni í álverinu í Straumsvík hafi verið löglega boðuð.

Afleiðingar bannsins eru að framleiðsla álversins verður ekki flutt á meðan bannið, sem er ótímabundið, er í gildi.

Ljóst er að útflutningsbannið mun hafa mjög neikvæð áhrif á rekstur álversins. Ólafur Teitur Guðnason upplýsingafulltrúi Rio Tinto Alcan á Íslandi staðfesti þetta í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins í dag.

„Ég get í sjálfu sér ekki sagt annað um það að þetta hefði mjög alvarlegar afleiðingar eins og hver getur séð í hendi sér ef fyrirtækið getur ekki selt, og sér ekki fram á að geta það í einhvern óskilgreindan tíma. Þá er það mjög alvarleg staða.“