Hið umdeilda rússneska orkufyrirtæki, Gazprom, hefur tilkynnt að útflutningstekjur þess hafi hækkað um 43% á síðasta ári, upp í samtals 37,2 milljarða dollara, samkvæmt fréttavef BBC.

Þessi methagnaður Gazprom er fyrst og fremst tilkominn vegna hærra verðs á mörkuðum. Fyrirtækið býst við að tekjurnar á þessu ári verði enn meiri.